Hugbúnaðaruppfærsla getur haft í för með sér, en takmarkast ekki við
Til þess að ná því besta út úr tækinu, sjáðu til þess að það sé uppfært og athugaðu reglulega hugbúnaðaruppfærslur.
Galaxy A9 (SM-A920F)
Gerðarnúmer : A920FXXS7CVH6
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2022-10-07
Öryggislagfæringarstig : 2022-06-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXS6CVE3
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2022-06-17
Öryggislagfæringarstig : 2022-01-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXS5CUJ3
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2021-11-27
Öryggislagfæringarstig : 2021-10-01
· Almennur stöðugleiki bættur.
Gerðarnúmer : A920FXXS5CUD3
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2021-05-14
Öryggislagfæringarstig : 2021-04-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXS4CTL1
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2020-12-21
Öryggislagfæringarstig : 2020-12-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXS4CTI2
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2020-09-23
Öryggislagfæringarstig : 2020-09-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXU3CTF9
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2020-06-26
Öryggislagfæringarstig : 2020-06-01
· Almennur stöðugleiki bættur.
Gerðarnúmer : A920FXXU3CTCD
Android útgáfa : Q(Android 10)
Útgáfudagur : 2020-04-16
Öryggislagfæringarstig : 2020-03-01
One UI 2 uppfærsla með Android 10
One UI 2 færir þér Android 10 með nýjum og spennandi eiginleikum frá Samsung og Google sem eru byggðir á ábendingum frá notendum eins og þér.
Mælt er með því að afrita mikilvæg gögn til að vernda þau við uppfærsluna.
Sum forrit, þ.m.t. reiknivélina, internetforrit Samsung, Samsung Health og Samsung Notes, þarf að uppfæra hvert fyrir sig eftir að stýrikerfið er uppfært.
Dökk stilling
- Endurbætt mynd, texti og litalagfæring fyrir dag- og kvöldumhverfi.
- Dekkra veggfóður, græjur og vekjarar á meðan kveikt er á dökkri stillingu.
Tákn og litir
- Skýrari forritatákn og kerfislitir.
- Betra útlit fyrir titla og hnappa til að koma í veg fyrir sóun pláss á skjánum.
Hnökralausar hreyfimyndir
- Endurbættar hreyfimyndir með skemmtilegum eiginleikum.
Bendingar á öllum skjánum
- Nýjum yfirlitsbendingum var bætt við.
Nákvæm samskipti
- Þægileg fletting stórra skjáa með sem lágmarks hreyfingu fingra.
- Áberandi hnappar auðvelda þér að einbeita þér að því sem máli skiptir.
Notkun einnar handar stillingar hefur breyst.
- Nýjar leiðir til að fá aðgang í einnar handar stillingu: pikkaðu tvisvar á heimahnappinn eða strjúktu niður miðjuna neðst á skjánum.
- Stillingar færðar í „Stillingar > Ítarlegir eiginleikar > Einnar handar stilling“.
Aðgengi
- Lyklaborð með miklum birtuskilum og útlit fyrir stórt letur var endurbætt.
- Nýjum eiginleika var bætt við sem umbreytir tali í texta á skjánum í rauntíma á meðan símtöl/myndsímtöl eru í gangi eða þegar talað er í hljóðnemann.
Betri texti yfir veggfóður
- Textinn verður skýrari ofan á veggfóðri, One UI 2 lagar liti leturgerða sjálfkrafa í samræmi við ljós og dökk svæði og litaskil eins og sýnt er á myndinni hér að neðan.
Umhirða tækis
- Myndrit yfir rafhlöðunotkun veitir nú ítarlegri upplýsingar.
Stafræn velferð
- Settu þér markmið til að halda símanotkuninni í skefjum.
- Notaðu einbeitingarstillingu til að forðast truflanir úr símanum.
- Fylgstu með virkni barnanna þinna með nýjum barnalæsingum.
Myndavél
- Eiginleika til að bæta við stillingum sem birtast neðst á skjánum bætt við.
- Nýjum táknum hefur verið bætt við til að láta þig vita þegar nýjar stillingar og eiginleikar bætast við.
- Útlitið bætt svo hægt sé að einbeita sér að myndatöku án þess að stillingar þvælist fyrir.
Internet
- Í sérstillingavalmyndinni er nú hægt að breyta valmyndum á tækjastiku til að veita skjótan aðgang að eiginleikum sem eru mikið notaðir.
- Nú er hægt að skoða ítarlegar upplýsingar á titilstiku hverrar valmyndar (bókamerki, stillingar, ferill o.s.frv.).
- Framlengdur stuðningur fyrir aðra eiginleika internetforrits Samsung (t.d. viðbætur).
Samsung-tengiliðir
- Rusleiginleika var bætt við fyrir tengiliði. Tengiliðir sem þú eyðir verða í ruslinu í 15 daga áður en þeim er eytt fyrir fullt og allt.
- Ítarleg leit að tengiliðum er nú möguleg með BixbySearch-vélinni.
- Eiginleikar QR-kóða hafa verið endurbættir (nýjum skönnunareiginleikum bætt við).
Dagatal
- Nýjum handskriftareiginleika sem er sérhæfður til notkunar með S Pen var bætt við.
- Dagatalsforritið hefur verið fínstillt fyrir stóran skjá (DeX-stilling).
- Endurbætur voru gerðar á mánaðaryfirliti fyrir tilvik þegar heiti viðburða eru löng og þurfa að birtast í tveimur línum (aðeins í boði ef ekki eru margir viðburðir á sama degi).
- Nú er hægt að festa límmiða á tilteknar dagsetningar óháð dagskrá.
- Nú er hægt að stilla langa laglínu sem tilkynningahljóð fyrir áminningar um viðburði.
Reminder
- Fleiri valkostir eru í boði til að endurtaka áminningar.
- Stilltu staðbundnar áminningar fyrir tiltekið tímabil.
- Deildu áminningum með fjölskylduhópnum þínum og öðrum samnýtingarhópum.
- Stilltu áminningar fyrir tiltekna dagsetningu án viðvörunar.
Skrárnar mínar
- Rusleiginleiki var búinn til svo þú getir endurheimt skrár ef þú eyðir einhverju óvart.
- Fleiri síum sem þú getur notað meðan þú leitar til að hjálpa þér að finna hluti fljótt var bætt við.
- Nú getur þú afritað eða flutt margar skrár og möppur til mismunandi áfangastaða á sama tíma.
Reiknivél
- Hraða- og tímaeiningum var bætt við umbreyti mælieininga.
Tengdur bíll
- Android Auto er nú foruppsett.
Ábendingar
- Gagnlegum ábendingum um One UI 2 var bætt við til að hjálpa þér að fá sem mest út úr Galaxy-tækinu.
Eiginleikanum „Tengja við Windows“ var bætt við.
- Þú getur auðveldlega nálgast myndir, skilaboð og tilkynningar úr símanum í tölvunni þinni. Eiginleiki til skjáspeglunar er einnig til staðar.
- Þessi eiginleiki er í boði í „Tengja við Windows“ á flýtistikunni eða í stillingum.
Deiling með tengli
- Upphleðslugeta fyrir skrár var aukin.
- Þú getur núna hlaðið upp allt að 3 GB stórum skrám og allt að 5 GB á dag.
Margmiðlunarefni og tæki
- SmartThings-svæðinu var skipt út fyrir „Margmiðlunarefni“ og „Tæki“.
- Margmiðlunarefni: Stjórnaðu spilun tónlistar og myndskeiða í símanum þínum og öðrum tækjum.
- Tæki: Athugaðu og stjórnaðu SmartThings-tækjunum þínum beint úr flýtistikunni.
Gerðarnúmer : A920FXXU3BSLA
Android útgáfa : Pie(Android 9)
Útgáfudagur : 2020-02-01
Öryggislagfæringarstig : 2020-01-01
• Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXU2BSJ2
Android útgáfa : Pie(Android 9)
Útgáfudagur : 2019-10-30
Öryggislagfæringarstig : 2019-10-01
· Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXU2BSFB
Android útgáfa : Pie(Android 9)
Útgáfudagur : 2019-07-19
Öryggislagfæringarstig : 2019-07-01
· Bætti við nýjum fítus. - Stafræn velferð
· Myndavél er stöðugra.
· Öryggi tækisins hefur verið aukið.
Gerðarnúmer : A920FXXU1BSD3
Android útgáfa : Pie(Android 9)
Útgáfudagur : 2019-05-07
Öryggislagfæringarstig : 2019-03-01
One UI uppfært fyrir Android Pie
One UI inniheldur Android Pie, með nýjum spennandi eiginleikum og glænýju útliti og viðmóti sem byggt er á athugasemdum frá notendum í Samsung og Google.
Mælt er með að þú takir öryggisafrit af mikilvægum gögnum til að vernda þau fyrir uppfærsluna.
Sum forrit, þ.m.t. reiknivélina, internetforrit Samsung, Samsung Health, Samsung Notes, Samsung Members og Samsung Pay, þarf að uppfæra hvert fyrir sig eftir að stýrikerfið er uppfært.
Til að nota eiginleikann „Taka úr lás með fjartengingu“ í „Finna símann minn“ í Android Pie-tæki er nauðsynlegt að vera með afritunarferli með lykilorði (eða PIN-númeri/mynstri) fyrir skjálásinn. Gakktu því úr skugga um að þú munir lykilorðið (eða PIN-númerið/mynstrið) fyrir skjálásinn áður en uppfærslan er ræst. Ef þú hefur gleymt lykilorðinu (eða PIN-númerinu/mynstrinu) skaltu endurstilla það áður en uppfærslan er ræst.
Nýjungarnar eru eftirfarandi.
One UI
- Efni, stillingum og öðrum upplýsingum hefur verið endurraðað til að halda einbeitingu þinni á verkefninu sem er fyrir hendi.
- Gagnvirkir þættir hafa verið færðir neðst á skjáinn svo þeir eru alltaf innan seilingar.
- Ný hönnun og eiginleikar eins og næturstilling eru betri fyrir augun.
Tilkynningar
- Þú getur svarað skilaboðum beint á tilkynningaskjánum.
- Smámyndir af myndum eru innifaldar í skilaboðatilkynningum.
- Í tilkynningastillingum forrits skaltu pikka einu sinni á rofann til að kveikja eða slökkva á öllum tilkynningum í flokki.
Samsung-lyklaborð
- Ný Unicode 11.0 emoji-tákn eru í boði.
- Nýtt stillanlegt þema breytir útliti lyklaborðsins út frá litum opna forritsins.
- Fljótandi lyklaborð er í boði í öllum forritum og er með nýjar stillingar fyrir stærð og gagnsæi.
- Hægt er að stilla sérsniðna töf þegar fingri er haldið.
Always On Display
- Nýjum stílum klukku hefur verið bætt við, þar með talið valmöguleikanum á að sýna dagatal með áætlun þinni.
- Upplýsingum um hleðslu hefur verið bætt við til að láta þig vita hversu langt er í að tækið sé hlaðið að fullu.
- Hægt er að sýna Always On Display hvenær sem slökkt er á skjánum. Einnig er hægt að stilla það á að vera sýnt í 30 sekúndur þegar þú pikkar á skjáinn.
Stillingar
- Valmyndir voru endurskipulagðar til að auðveldara sé að finna stillingar.
Bixby
- Bixby hefur verið breytt með úrvali endurbóta og nýjum eiginleikum.
- Strjúktu til vinstri á aðalskjá Bixby til að kanna nýjustu eiginleikana og studd forrit.
- Þú getur stjórnað Bixby-takkanum í stillingunum til að ákveða hvað gerist þegar þú ýtir einu sinni eða tvisvar á takkann.
Sími
- Núna er hægt að flokka símtalaferilinn þinn eftir símtölum sem berast og hringdum símtölum.
- Símtalaferillinn þinn getur innihaldið allt að 2000 færslur (aukið úr 500 færslum).
Tengiliðir
- Nýja skúffuvalmyndin auðveldar stjórnun tengiliða af ýmsum reikningum.
Myndavél
- Nýja stillingin fyrir fínstillingu á umhverfi bætir litastillingar myndavélarinnar svo þær henti umhverfinu.
Gallerí
- Breytingaverkfærunum í „Myndvinnsla fagmanna“ hefur verið bætt við galleríið svo þú getur gert allar breytingar og lagfæringar án þess að fara úr forritinu.
Skrárnar mínar
- Nýju verkfæri fyrir greiningu á geymslurými hefur verið bætt við til að hjálpa þér að fylgjast með geymslunotkun og spara pláss.
- Núna getur þú sýnt eða falið atriði á heimaskjá „Skrárnar mínar“.
Samsung Health
- Daglegur skrefafjöldi þinn verður sýndur á tilkynningaskjánum. Til að fela hann skaltu halda inni tilkynningunni og slökkva á „Núverandi skrefafjöldi“.
Aðrar endurbætur og breytingar
- Kveiktu sjálfkrafa á skjánum þegar síminn er tekinn upp með því að nota eiginleikann „Lyfta til að vekja“.
- Opnaðu krakkastillingu á flýtistikunni.
- Hætt var notkun á símtalslímmiðum.
- HEIF-myndir eru núna studdar.
Gerðarnúmer : A920FXXU1ARL3
Android útgáfa : Oreo(Android 8.0.0)
Útgáfudagur : 2019-03-12
Öryggislagfæringarstig : 2018-11-01
· Almennur stöðugleiki bættur.
Gerðarnúmer : A920FXXU1ARKH
Android útgáfa : Oreo(Android 8.0.0)
Útgáfudagur : 2018-11-19
Öryggislagfæringarstig : 2018-10-01
· Myndgæði myndavélar hafa verið bætt.
· Myndavél er stöðugra.